Gareth O'Sullivan er enn þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR en þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki að hann hafi hætt störfum hjá félaginu.
Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, neitaði þessu hins vegar í samtali við Vísi.
„Hann er enn þjálfari KR. Það hefur ekkert breyst," sagði Kristinn.
Orðrómur hefur verið á kreiki nú í vikunni þess efnis að KR vildi láta O'Sullivan fara. Heimildir Vísis herma að O'Sullivan hafi hins vegar ekki viljað láta af störfum og þar við hafi setið.