„Þetta er grautfúlt," sagði þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður sjálfstæðisflokksins um afhroð Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í viðtali á RÚV. Hún sagði að flokkurinn þyrfti að halda áfram, ekki mætti dvelja í fortíðinni heldur horfa fram á við og læra af reynslunni: „Eins og ég segi alltaf, það er eitt skref til hægri og ekkert til vinstri."
Hún segir mikla vinnu bíða Sjálfstæðisflokksins en ekki síður vinstristjórnar.
Þorgerður segir að það sé ekki eingöngu grautfúlt að fá slíka útreið í kosningum, heldur líka að fá vinstristjórn til valda: „Það er aldrei gott að hafa vinstristjórn."