Innlent

Stjórnarflokkarnir funda um sáttmálann

Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar.
Frá þingflokksfundi Samfylkingarinnar. Mynd/Pjetur
Stjórnarsáttmáli Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Samfylkingarinnar er að mestu tilbúinn og er búist við að ný ríkisstjórn verði kynnt á morgun. Þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingar ganga á fund formanna sinna í dag til að kynna sér sáttmálann og geta þeir einnig komið með athugasemdir.

Sáttmálinn verður síðan borinn undir flokksráð Vinstri grænna og flokksstjórn Samfylkingarinnar á morgun til samþykkis. Vinstri grænir koma saman á Grand Hótel klukkan níu í fyrramálið og Samfylkingarfólk á Hótel Sögu klukkan eitt eftir hádegi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×