Innlent

Vilhjálmur vill rannsókn á viðræðum OR við Geysi Green

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. MYND/Vilhelm

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi og fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík hefur óskað eftir því að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar fari yfir samningaferlið þegar Orkuveita Reykjavíkur og FL Group ásamt Geysir Green Energy ræddu fyrirhugaða sameiningu félaganna í borgarstjóratíð Vilhjálms.

Í bréfi sem Vilhjálmur afhenti innri endurskoðun borgarinnar nú skömmu fyrir hádegi segir að í ljósi þeirrar umræðu sem verið hafi í fjölmiðlum síðustu daga um fjárstyrki til Sjálfstæðisflokksins í desember 2006, og þar sem stofnun Reykjavík Energy Invest og fyrirhuguð sameining við Geysir Green Energy hefur blandast inn í þá umræðu, óski hann eftir því að innri endurskoðun borgarinnar fari yfir samningaferlið í borgarstjóratíð hans.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×