Innlent

27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Mynd/Vilhelm Gunnarsson
27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar.

Fjármál stjórnmálaflokka, einstakra stjórnmálamanna og hagsmunatengsl hafa lengi verið mikið til umræðu. Forsætisnefnd Alþingis samþykkti í mars reglur, sem unnar eru að danskri og norskri fyrirmynd, um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum þeirra utan þings. Þær ná ekki til maka þingmanna.

Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis.

Allir níu þingmenn Framsóknarflokksins hafa skráð hagsmuni sína. Þá hafa átta þingmenn Samfylkingarinnar upplýst um hagsmunatengsl sín, fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna og tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×