Erlent

Skógareldar geisa í Kaliforníu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Santa Barbara í Kaliforníu eftir að skógareldar kviknuðu þar í gær og eyðilögðu að minnsta kosti sex heimili. Að auki voru um 2.000 íbúðarhús í útjaðri bæjarins rýmd til öryggis. Heitt er í veðri í Kaliforníu og hvasst, en slíkar aðstæður auka hættu á útbreiðslku skógareldanna til muna. Um 900 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og reyna að verja borgina frekara tjóni og eru 400 í viðbót á leiðinni, þeim til aðstoðar. Ekkert manntjón hefur orðið, svo vitað sé.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×