Florentino Perez, forseti Real Madrid, er ekki bara á fullu í að kaupa bestu knattspyrnumenn heims þessa dagana. Hann er einnig í því að ráða til félagsins gömlu hetjurnar.
Perez hafði þegar gengið frá því að Zinedine Zidane og Jorge Valdano störfuðu fyrir félagið á ný og nú hefur hann fengið Emilio Butragueno, sem var ávallt kallaður Gammurinn, til þess að starfa fyrir félagið á nýjan leik.
Butragueno var síðast við störf hjá félaginu fyrir þremur árum síðan en þá var hann varaforseti.
Gammurinn lék 341 leik með Real Madrid á árunum 1984-95 og skoraði í þeim leikjum 123 mörk. Hann skoraði þess utan 26 mörk í 69 leikjum fyrir spænska landsliðið.