Olíuskattar klúðruðu Drekaútboðinu 29. maí 2009 18:35 Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt.Hans Henrik Ramm hefur setið á Stórþinginu og gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra en starfar nú sem óháður ráðgjafi og gefur út eigið fréttabréf fyrir olíuiðnaðinn. Þótt iðnaðarráðherra og talsmenn Orkustofnunar hafi talið tvær umsóknir góðan árangur í Drekaútboðinu er Hans Henrik annarrar skoðunar:„Með hliðsjón af bjartsýnum yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda hlýtur hin dapra útkoma að vera vonbrigði," segir hann en bætir við að fyrirtækin tvö, sem sóttu um, hafi nú gullið tækifæri til að ná forskoti frá upphafi í olíuleitinni. Mikil áhætta og mikil hagnaðarvon valdi því að verkefnið geti ráðið úrslitum um hvort fyrirtæki standa eða falla.Hann segir íslenska olíuskattkerfið mjög ólíkt því norska og segir það flókið og illskiljanlegt, háir skattar snemma í ferlinu þyki slæm skattastefna, vinnslugjald óháð hagnaði sé fáránlega hátt, það sé mjög skemmandi að girt sé fyrir að unnt sé að yfirfæra tap á milli vinnsluleyfa, og kerfið sé órökrétt og óskynsamlegt, ekki síst fyrir framtíðarhagsmuni Íslendinga.Hann furðar sig á að á olíuráðstefnu í Reykjavík í fyrrahaust hafi verið kynntar aðrar upplýsingar um skattkerfið en reyndin varð á í lögunum, þar sem skattprósentur voru orðnar mun hærri.„Þrátt fyrir þetta er íslenska skattkerfið samsett af bæði mjög aðlaðandi þáttum en einnig mjög fráhrindandi þáttum," segir olíusérfræðingurinn, en segir líklegt að kenna megi íslensku olíuskattalöggjöfinni að miklu leyti um hinn litla áhuga sem olíufélög sýndu Drekaútboðinu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Einn helsti sérfræðingur Noregs í olíumálum segir að dræm þátttaka í Drekaútboðinu hljóti að vera vonbrigði fyrir íslensk stjórnvöld og telur að fráhrindandi og illskiljanleg skattalöggjöf sé meginástæðan. Hann segir áformað vinnslugjald fáránlega hátt.Hans Henrik Ramm hefur setið á Stórþinginu og gegnt stöðu aðstoðarolíumálaráðherra en starfar nú sem óháður ráðgjafi og gefur út eigið fréttabréf fyrir olíuiðnaðinn. Þótt iðnaðarráðherra og talsmenn Orkustofnunar hafi talið tvær umsóknir góðan árangur í Drekaútboðinu er Hans Henrik annarrar skoðunar:„Með hliðsjón af bjartsýnum yfirlýsingum íslenskra stjórnvalda hlýtur hin dapra útkoma að vera vonbrigði," segir hann en bætir við að fyrirtækin tvö, sem sóttu um, hafi nú gullið tækifæri til að ná forskoti frá upphafi í olíuleitinni. Mikil áhætta og mikil hagnaðarvon valdi því að verkefnið geti ráðið úrslitum um hvort fyrirtæki standa eða falla.Hann segir íslenska olíuskattkerfið mjög ólíkt því norska og segir það flókið og illskiljanlegt, háir skattar snemma í ferlinu þyki slæm skattastefna, vinnslugjald óháð hagnaði sé fáránlega hátt, það sé mjög skemmandi að girt sé fyrir að unnt sé að yfirfæra tap á milli vinnsluleyfa, og kerfið sé órökrétt og óskynsamlegt, ekki síst fyrir framtíðarhagsmuni Íslendinga.Hann furðar sig á að á olíuráðstefnu í Reykjavík í fyrrahaust hafi verið kynntar aðrar upplýsingar um skattkerfið en reyndin varð á í lögunum, þar sem skattprósentur voru orðnar mun hærri.„Þrátt fyrir þetta er íslenska skattkerfið samsett af bæði mjög aðlaðandi þáttum en einnig mjög fráhrindandi þáttum," segir olíusérfræðingurinn, en segir líklegt að kenna megi íslensku olíuskattalöggjöfinni að miklu leyti um hinn litla áhuga sem olíufélög sýndu Drekaútboðinu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira