Skömm að Piquet fær friðhelgi 21. september 2009 07:35 Piquet hefur haft tíma ttil að sleikja sólina eftir að hann var rekinn frá Renault fyrir slakan árangur á miðju keppnistímabilinu. Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrra til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna. "Ef ég réði þá fengi þessi strákur ekki að leiða blint fólk um göturnar. Hann græddi á því að brjóta grunnreglur og fékk þess vegna framhaldssamning hjá Renault sem ökumaður og fær greitt til loka þessa árs, þó hann hafi verið rekinn frá liðinu fyrir slakan árangur. Hann hefði ekki átt að fá friðhelgi hjá FIA, en fyrst það var gert ætti að fara í hefðbundið dómsmál við hann", sagði Carlos Gracia, sem er yfir spænska bílasambandinu. "Það er skömm af því að hann fær friðhelgi. Það er engin tilviljun að hann er búinn að lenda í 17 óhöppum með Renault, hann kann ekki á stíga á bensíngjöfina. Faðir hans hefur enga stjórn á stráknum og saman hafa þeir reynt að gera eins lítið úr öllum og mögulegt er, eftir þetta atvik. Samt sem áður er gott að búið er að losa Renault við Flavio Briatore og Pat Symonds fyrir að svindla til sigurs. Við viljum ekki svona fólk í Formúlu 1", sagði Gracia. Nelson Piquet og Fernando Alonso voru báðir mættir á fund FIA í París í morgun, þar sem þeir verða yfirheyrðir um gang mála í Singapúr í fyrra. Ekkert hefur komið fram sem vísar í að Alonso hafi vitað af svindlinu. Keppt er í Singapúr um næstu helgi. Hér má sjá brautarlýsingu Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Dæmt verður í svindlmáli Renault hjá FIA í dag, en liðið lét Nelson Piquet vísvitandi keyra á vegg í Singapúr í fyrra til að Fernando Alonso ynni mótið. Piquet fékk friðhelgi gegn því að leggja fram skriflegan vitnisburð, en forseti spænska akstursíþróttasambandsins finnst það fásinna. "Ef ég réði þá fengi þessi strákur ekki að leiða blint fólk um göturnar. Hann græddi á því að brjóta grunnreglur og fékk þess vegna framhaldssamning hjá Renault sem ökumaður og fær greitt til loka þessa árs, þó hann hafi verið rekinn frá liðinu fyrir slakan árangur. Hann hefði ekki átt að fá friðhelgi hjá FIA, en fyrst það var gert ætti að fara í hefðbundið dómsmál við hann", sagði Carlos Gracia, sem er yfir spænska bílasambandinu. "Það er skömm af því að hann fær friðhelgi. Það er engin tilviljun að hann er búinn að lenda í 17 óhöppum með Renault, hann kann ekki á stíga á bensíngjöfina. Faðir hans hefur enga stjórn á stráknum og saman hafa þeir reynt að gera eins lítið úr öllum og mögulegt er, eftir þetta atvik. Samt sem áður er gott að búið er að losa Renault við Flavio Briatore og Pat Symonds fyrir að svindla til sigurs. Við viljum ekki svona fólk í Formúlu 1", sagði Gracia. Nelson Piquet og Fernando Alonso voru báðir mættir á fund FIA í París í morgun, þar sem þeir verða yfirheyrðir um gang mála í Singapúr í fyrra. Ekkert hefur komið fram sem vísar í að Alonso hafi vitað af svindlinu. Keppt er í Singapúr um næstu helgi. Hér má sjá brautarlýsingu
Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar ætla að jafna Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Í beinni: Man. City - Aston Villa | Mikilvægur leikur í Meistaradeildarbaráttunni Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Leik lokið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira