Segir ekkert að vanbúnaði að afgreiða málið úr nefnd Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 22. júlí 2009 17:24 Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og skattanefndar. Mynd/Vilhelm „Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar. Fulltrúar minnihlutans í efnahags- og skattanefnd og Lilja Mósesdóttir, varaformaður nefndarinnar, hafa lýst óánægju með að málið hafi verið afgreitt úr nefndinni í dag. Þau hefðu viljað hafa málið lengur til umfjöllunar. Helgi segir hins vegar að umfjöllun nefndarinnar um málið hafi þegar staðið lengur en til stóð í upphafi. Nefndin hafi fengið ítarleg gögn um málið og reynt hafi verið að mæta óskum nefndarmanna um gesti. „Við sáum ekkert því að vanbúnaði að senda fjárlaganefnd umsögn um þá þætti sem nefndinni voru faldir til umfjöllunar," segir Helgi og bendir á að meirihluti hafi verið fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Það var þó eftir að Lilja Mósesdóttir kallaði inn varamann þar eð hún vildi ekki blanda Icesave málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi með því að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar. „Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir," segir Helgi. Helgi segir mikilvægt að málið sé komið til fjárlaganefndar. „Ég held að það sé mikilvægt að lokaumfjöllun málsins sé á einum stað þar sem meiri líkur eru til þess að hægt sé að ná samstöðu um með hvaða hætti sé hægt að standa að afgreiðslu málsins, hvort sem er með nefndaráliti eða samþykkt sem samstaða er um," segir Helgi og bætir við að það sé erfitt verk þegar málið er í þremur mismunandi nefndum. Frumvarpið var einnig til umfjöllunar í utanríkisnefnd og var afgreitt þaðan til fjárlaganefndar í dag. Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg," segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar, en Icesave frumvarpið var afgreitt úr nefndinni í dag og vísað til meðferðar fjárlaganefndar. Fulltrúar minnihlutans í efnahags- og skattanefnd og Lilja Mósesdóttir, varaformaður nefndarinnar, hafa lýst óánægju með að málið hafi verið afgreitt úr nefndinni í dag. Þau hefðu viljað hafa málið lengur til umfjöllunar. Helgi segir hins vegar að umfjöllun nefndarinnar um málið hafi þegar staðið lengur en til stóð í upphafi. Nefndin hafi fengið ítarleg gögn um málið og reynt hafi verið að mæta óskum nefndarmanna um gesti. „Við sáum ekkert því að vanbúnaði að senda fjárlaganefnd umsögn um þá þætti sem nefndinni voru faldir til umfjöllunar," segir Helgi og bendir á að meirihluti hafi verið fyrir því á fundi nefndarinnar í dag. Það var þó eftir að Lilja Mósesdóttir kallaði inn varamann þar eð hún vildi ekki blanda Icesave málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi með því að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar. „Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir," segir Helgi. Helgi segir mikilvægt að málið sé komið til fjárlaganefndar. „Ég held að það sé mikilvægt að lokaumfjöllun málsins sé á einum stað þar sem meiri líkur eru til þess að hægt sé að ná samstöðu um með hvaða hætti sé hægt að standa að afgreiðslu málsins, hvort sem er með nefndaráliti eða samþykkt sem samstaða er um," segir Helgi og bætir við að það sé erfitt verk þegar málið er í þremur mismunandi nefndum. Frumvarpið var einnig til umfjöllunar í utanríkisnefnd og var afgreitt þaðan til fjárlaganefndar í dag.
Tengdar fréttir Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10 Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29 Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kaus að kalla inn varamann á nefndarfund efnahags- og skattanefndar í dag frekar en að kjósa gegn meirihlutaáliti nefndarinnar um Icesave-frumvarpið. 22. júlí 2009 14:10
Framhald á svipugöngum Vinstri grænna Sjálfstæðismenn eru mjög ósáttir við að Icesave málið skyldi hafa verið tekið út úr efnahags- og skattanefnd, segir Tryggvi Þór Herbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Málið verður ekki rætt frekar í efnahags- og skattanefnd en Tryggvi telur að séu enn að berast nýjar upplýsingar á hverjum 22. júlí 2009 15:29
Birgitta kemur Lilju til varnar „Hvað átti hún að gera annað, átti hún að rjúfa meirihlutann? Það er rosalega erfitt að standa einn í svona stappi miðað við pressuna undanfarið," segi Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við fréttastofu. 22. júlí 2009 16:27