Formúla 1

Brawn bjartsýnn á gott gengi

Brawn liðið er með forystu í stigamóti ökumanna og bílasmiða.
Brawn liðið er með forystu í stigamóti ökumanna og bílasmiða.
Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins segir að bíll liðsins hafi verið endurbættur frá síðsta móti og liðið ætli sér stóra hluti í Ungverjalandi um næstu helgi. Brawn liðið er með forystu í stigakeppni ökumanna og bílasmiða.

Red Bull liðið hefur unnið tvö síðustu mót, en brautin í Ungverjalandi gæti hentað bíl liðsins vel og ekki síst þar sem meiri hiti er á þeirri braut en þeim síðustu. Vandamál Brawn hefur stundum verið að koma hita í dekkin og meiri hiti hjálpar til við það.

"Síðustu tvö mót voru okkur erfið, á Silverstone og í Nurburgring og keppinautar okkar hafa tekið stórstígum framförum", sagði Brawn.

"En gæði bílsins hafa ekki versnað og aðstæður á brautunum tveimur urðu þess valdandi að okkur gekk ekki nægilega vel. Við höfum endurbætt bílinn frá síðasta móti og það verulega, þannig að ég á von á góðu gengi um helgina og í næstu mótum. Við erum með lið og ökumenn til að halda forystunni í báðum stigamótum", sagði Brawn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×