Enski boltinn

Vermaelen: Getum plumað okkur án Cesc

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fabregas er meiddur.
Fabregas er meiddur.

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal, segir að félagið geti vel haldið áfram á beinu brautinni þó svo fyrirliðinn Cesc Fabregas verði fjarverandi vegna meiðsla.

„Cesc er afar mikilvægur fyrir okkar lið en ef hann er meiddur verðum við að standa okkur án hans. Við eigum aðra miðjumenn sem geta leyst hans stöðu," sagði Vermaelen og bætti við.

„Ég hef aldrei séð aðra eins innkomu hjá neinum eins og hjá honum gegn Villa. Hann gefur líka frábærar sendingar, les varnarlínuna vel og er alltaf hættulegur. Yfirsýn hans á vellinum er einstök. Hann er besti miðjumaður sem ég hef spilað með og það er afar erfitt að verjast honum á æfingum. Það mætti halda að hann hefði augu í hnakkanum því hann sér allt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×