Handbolti

Meistaradeildin í handbolta: Kiel vann Amicitia Zürich

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic photos/AFP

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld þegar Alfreð Gíslason og lærisveinar í Kiel með Aron Pálmarsson innanborðs unnu 26-34 sigur gegn Kára Kristjáni Kristjánssyni og félögum í Amicitia Zürich.

Staðan í hálfleik var 12-19 Kiel í vil en Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Kiel og Kári Kristján skoraði 6 mörk fyrir Amicitia Zürich.

Kiel er efst í d-riðlinum með 11 stig en Amicitia Zürich neðst með 1 stig.

Íslenska dómaraparið Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson dæmdi leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×