Fótbolti

Adriano: Ég hefði getað endað eins og Enke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíumaðurinn Adriano segir að hann hefði hæglega getað endað eins og þýski markvörðurinn Robert Enke sem framdi sjálfsmorð í vikunni.

Adriano var sjálfur afar þunglyndur eftir að hann missti föður sinn.

„Þunglyndi er staðreynd í íþróttum og við megum ekki vanmeta þetta vandamál," sagði Adriano við fjölmiðla í heimalandinu.

„Það er líka nauðsynlegt að taka á vandamálinu. Þunglyndið hafði mikil áhrif á mig og ég hefði getað endað á sama veg og Enke. Ég datt í áfengið sem varð mikið vandamál með þunglyndinu. Ég byrjaði að drekka til þess að forðast raunveruleikann."

Adriano er aftur kominn á beinu brautina með Flamengo þar sem hann skorar grimmt. Hann var þó ekki valinn í brasilíska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×