Enski boltinn

Útlit fyrir að Berbatov geti spilað í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berbatov fagnar marki í leik með United.
Berbatov fagnar marki í leik með United. Nordic Photos / Getty Images

Allt útlit er fyrir að Dimitar Berbatov geti spilað með Manchester United gegn Besiktas í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðin mætast á Old Trafford í Manchester.

Rio Ferdinand, Jonny Evans og John O'Shea eru allir frá vegna meiðsla en Alex Ferguson, stjóri United, hefur þegar gefið út að Darron Gibson muni vera í byrjunarliðinu í kvöld.

Þá er talið líklegt að Gabriel Obertan verði í byrjunarliðinu í kvöld í sínum fyrsta Evrópuleik með félaginu.

Berbatov hefur misst af síðustu tveimur leikjum United vegna hnémeiðsla og Ferguson sagði um helgina að hann myndi missa af leiknum gegn Besiktas. Berbatov gat þó æft með félögum sínum í gær og því ekki ólíklegt að hann geti komið við sögu í kvöld.

Edwin van der Sar er í leikmannahópi United en búist er við því að annað hvort Tomasz Kuszczak eða Ben Foster standi á milli stanganna í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×