Enski boltinn

Bolton komið í janúar-kapphlaupið um Benjani

Ómar Þorgeirsson skrifar
Benjani Mwaruwari.
Benjani Mwaruwari. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er Bolton nýjasta félagið til að bætast í aðdáendahóp framherjans Benjani Mwaruwari hjá Manchester City en leikmaðurinn hefur lítið fengið að spreyta sig eftir komu þeirra Emmanuel Adebayor, Carlos Tevez og Roque Santa Cruz til félagsins í sumar.

Benjani er nýstiginn upp úr meiðslum og gæti því tekið því fagnandi að fara til liðs þar sem hann fengi að spila reglulega en Wigan og West Ham eru einnig sögð vera að fylgjast náið með gangi mála.

Talið er að hinn 31 árs gamli landsliðsmaður Simbabwe sé falur fyrir 1,5 milljónir punda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×