Kosningabíll Sturlu skemmdur 25. apríl 2009 10:58 Sturla Jónsson. Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn. „Mér finnst þetta nú bara fyndið hvernig menn geta hagað sér. Þetta hefði hinsvegar getað endað illa ef ég hefði misst hann niður á jörðu," segir Sturla sem er með bílinn, gáminn og vagninn í láni hjá félögum sínum. Sturla hafði lagt bílnum við Elliðaárstífluna og ætlaði að fara á rúntinn í morgun þegar hann varð var við skemmdirnar. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að basla við að koma þessu í lag og ætlaði síðan í bíltúr um bæinn. Hann má hinsvegar ekki vera með áróður á kjörstað. „Lögin eru þannig að ég má ekki vera í sjónlínu við kjörstað en ég get verið á ferðinni án þess að ég sjáist frá kjörstað," segir Sturla sem undrast hvernig fylgi flokksins hefur verið að mælast að undanförnu. „Ef ég tala bara beint frá hjartanu þá hafa skoðanakannir ekki verið að sýna það sem ég finn hjá fólki sem ég tala við, það er langur vegur þar á milli," segir Sturla og tekur dæmi um hversu vel gekk að safna undirskriftum. „Ég var ekki nema sex tíma að ná í einhverjar 440 undirskriftir í mínu kjördæmi." „Eina almennilega skoðanakönnunin fer hinsvegar fram í dag og í kvöld, það er það sem skiptir máli." Kosningar 2009 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Sturla Jónsson efsti maður á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur keyrt um á vörubíl með auglýsingu frá sjálfum sér í aðdraganda kosninganna. Honum brá því heldur betur í brún þegar hann ætlaði af stað í morgun og búið var að losa gám sem var á vagni aftan á bílnum. Litlu munaði að gámurinn færi af vagninum en það var fyrir snarræði Sturlu að ekki fór verr. Hann segir að einnig hafi verið búið að særa slöngu sem liggur úr bílnum í vagninn. „Mér finnst þetta nú bara fyndið hvernig menn geta hagað sér. Þetta hefði hinsvegar getað endað illa ef ég hefði misst hann niður á jörðu," segir Sturla sem er með bílinn, gáminn og vagninn í láni hjá félögum sínum. Sturla hafði lagt bílnum við Elliðaárstífluna og ætlaði að fara á rúntinn í morgun þegar hann varð var við skemmdirnar. Þegar fréttastofa náði af honum tali var hann að basla við að koma þessu í lag og ætlaði síðan í bíltúr um bæinn. Hann má hinsvegar ekki vera með áróður á kjörstað. „Lögin eru þannig að ég má ekki vera í sjónlínu við kjörstað en ég get verið á ferðinni án þess að ég sjáist frá kjörstað," segir Sturla sem undrast hvernig fylgi flokksins hefur verið að mælast að undanförnu. „Ef ég tala bara beint frá hjartanu þá hafa skoðanakannir ekki verið að sýna það sem ég finn hjá fólki sem ég tala við, það er langur vegur þar á milli," segir Sturla og tekur dæmi um hversu vel gekk að safna undirskriftum. „Ég var ekki nema sex tíma að ná í einhverjar 440 undirskriftir í mínu kjördæmi." „Eina almennilega skoðanakönnunin fer hinsvegar fram í dag og í kvöld, það er það sem skiptir máli."
Kosningar 2009 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira