Viðskipti erlent

Bretadrottning beðin um hjálp við Landsbankaskuldir

Fólk á eyjunni Jersey sem töpuðu miklu fé á hruni Landsbankans hafa beðið Elísabetu Bretadrottningu um hjálp við að ná innistæðum sínum út úr útibúi Landsbankans á Guernsey.

Þetta kemur fram í frétt um málið í BBC. Þetta kemur í framhaldi af svipaðir bón frá íbúum eyjarinnar Guernsey í síðustu viku sem einnig töpuðu miklu á Landsbankanum þar á bæ.

BBC segir að þetta fólk á fyrrgreindum Ermasundseyjum sé með þessu að nýta sér 800 ára gamlan rétt sinn til að leita beint til Bretadrottningar með beiðni um aðstoð.

Eleanor Monaghan talskona innistæðueigendanna á Jersey segir að þótt beiðnin til Bretadrottningar geti ekki aðstoðað eyjarbúa með beinum hætti hafi hún þó þau áhrif að málið nái til eyrna æðstu yfirvalda á Bretlandseyjum.

„Augljóslega erum við ekki að biðja drottninguna um að borga tjónið," segir Monaghan. „En í stöðu sinni sem þjóðhöfðingi gæti hún þrýst á aðra um að gera eitthvað. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist."

Réttur Jerseybúa til að leita beint til drottningar stafar frá því snemma á 13du öld þegar honum var komið á í skiptum fyrir að eyjarbúar lýstu yfir hollustu sinni við bresku konungsfjölskyldunnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×