Viðskipti innlent

Bjartsýn á horfur Teymis

Þórdís Sigurðardóttir
Þórdís Sigurðardóttir

„Við höfum lengi vitað af því að ábyrgðin gæti fallið á okkur. Hún kemur ekki á óvart," segir Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Teymis, um skuldabréfaflokk upp á 2,7 milljarða króna sem féll á félagið í kjölfar sölu Íslenskrar afþreyingar á Senu í síðustu viku.

Engar skuldir fylgdu Senu til nýrra kaupenda og falla skuldbindingar á herðar Íslenskrar afþreyingar að skuldabréfaflokknum undanskildum.

Þórdís segir ljóst að skuldir Teymis hafi hækkað upp á síðkastið og eiginfjárhlutfallið sé mjög lágt. Þörf sé á fjárhagslegri endurskipulagningu.

Teymi, sem var afskráð í fyrra, tapaði 5,5 milljörðum króna á fyrri hluta síðasta árs. Skuldir námu 35 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall átján prósent.

Teymi fundaði með kröfuhöfum í desember og þá lá fyrir að félagið gæti ekki staðið við allar skuldbindingar. Landsbankinn er stærsti kröfuhafi Teymis.

„Ég hef reynt að halda Teymi saman og búa til áætlun sem geri kröfuhöfum kleift að fá allar sínar kröfur til baka. Ég er mjög bjartsýn á það," segir Þórdís. - jab










Fleiri fréttir

Sjá meira


×