Viðskipti innlent

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.

Nefna má að Nýji Landsbankinn gerir kröfur upp á rúmlega 70 milljarða kr. Þá eru kröfur fjármálaráðuneytið gerir kröfu upp á rúma 80 milljarða kr. og Seðlabankinn er með kröfu upp á rúma 17 milljarða kr.

Þá gerir Reykjavíkurborg rúmlega 10 milljarða kröfur í þrotbúið og athygli vekur að Fjármálaeftirlitið er með kröfu upp á 117 milljónir kr. Landsvirkjun er með 1,4 milljarða kr. kröfu.

Sparisjóðabankinn (Icebank) gerir kröfu upp á tæpa 80 milljarða kr. og Byr Sparisjóður gerir kröfur í búið upp á hátt í 3 milljarða kr.


























Tengdar fréttir

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×