Íslenski boltinn

Dragan: Það getur allt gerst á lokakafla mótsins

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dragan Stojanovic.
Dragan Stojanovic. Mynd/Thorsport.is

Dragan Stojanovic þjálfari Þórs/KA var eðlilega í skýjunum í leikslok eftir 1-2 sigur Þórs/KA gegn Val á Vodafonevellinum í kvöld.

„Ég er ekki bara sáttur með stigin þrjú heldur líka spilamennsku míns liðs. Mér fannst allt ganga upp sem við lögðum upp með.

Mér fannst sigurinn verðskuldaður þar sem við fengum mörg dauðafæri í fyrri hálfleik en ég viðurkenni að ég var orðinn smeykur í síðari hálfleik um að okkur yrði refsað fyrir að nýta ekki okkar færi.

Það var því enn sætara þegar sigurmarkið kom og við erum búnar að koma okkur á kortið í fótboltanum á Íslandi og við viljum gera enn betur," sagði Dragan.

Þór/KA er nú aðeins þremur stigum á eftir toppliðunum Val, Breiðabliki og Stjörnunni þegar fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu og Dragan telur að allt sé nú opið og mikil spenna ríki fyrir lokasprettinum.

„Það getur allt gerst á lokakafla mótsins. Við erum sátt með þriðja eða fjórða sæti en ef við gerum betur þá verður það bara frábært," sagði Dragan ánægður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×