Enski boltinn

Auðveldara að vinna með Redknapp en Benitez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Crouch í leik með Liverpool.
Crouch í leik með Liverpool.

Peter Crouch, leikmaður Tottenham og enska landsliðsins, segir að Harry Redknapp og Rafa Benitez séu mjög ólíkir knattspyrnustjórar.

Crouch spilar þessa dagana undir stjórn Redknapps en var áður í þrjú ár hjá Liverpool undir stjórn Benitez.

„Harry er ástríðufullur þjálfari og hann lætur mann heyra það ef maður er að spila illa. Benitez er ekki þannig og er ekki líklegur til að skamma mann jafn mikið eða hrósa manni," sagði Crouch um samanburðinn á stjórunum tveimur.

„Benitez er kannski ekki ólíkur Capello að mörgu leyti. Það þarf virkilega að vinna fyrir því að fá smá hrós frá honum. Þannig vinnur Rafa bara og hann hefur staðið sig vel. Ég kýs samt frekar stjórnunarstíl Harrys. Það er auðveldara að vinna með fólki sem er opið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×