Innlent

Guðfríður Lilja: „Skila ekki auðu í svona máli, það er alveg á hreinu“

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður og framkvæmdastjóri þingflokks Vinstri Grænna, segir í viðtali við Vísi að hún sé alfarið á móti Icesave samningnum sem ríkisstjórnin samþykkti á dögunum. Afstaða hennar hefur áður komð fram en hún hefur þó fyrirvara á málinu þar sem ýmisleg fylgigögn eigi eftir að koma fram sem hugsanlega gætu breytt afstöðu hennar.

„Eins og staðan er í dag og miðað við þann samning sem nú liggur á borðinu er ég alfarið á móti samningnum. Því myndi ég greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og það er í dag," segir Guðfríður Lilja.

Ennfremur segir hún; "Ég þarf að vita alla forsögu málsins og sjá hvernig dæmið fellur inn í skuldastöðu þjóðarbúsins og hvort það séu hreinlega raunhæfir möguleikar á því að við getum staðið á bakvið þessar skuldbindingar."

Aðspurð um þann möguleika að skila auði í atkvæðagreiðslunni um frumvarpið sagði Guðfríður; „Maður skilar ekki auði í svona mikilvægu máli, það er alveg á hreinu, ég mun taka afstöðu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×