Íslenska kvennalandsliðið mætir á miðvikudag Norðmönnum í fyrsta leik sínum á Algarve Cup. Leikurinn hefst klukkan 15:00 á íslenskum tíma en Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið.
Þetta æfingamót er stór hluti af undirbúningi liðsins fyrir úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem verður í sumar. Ísland er í riðli með Noregi, Bandaríkjunum og Danmörku á Algarve Cup.
Ísland mun spila 4-5-1 gegn Noregi með Margréti Láru Viðarsdóttur í fremstu víglínu.
Byrjunarlið:
Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður
Ásta Árnadóttir, hægri bakvörður
Katrín Jónsdóttir (f), miðvörður
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, miðvörður
Ólína G. Viðarsdóttir, vinstri bakvörður
Edda Garðarsdóttir, varnartengiliður
Dóra Stefánsdóttir, varnartengiliður
Dóra María Lárusdóttir, hægri kantur
Sara Björk Gunnarsdóttir, sóknartengiliður
Hólmfríður Magnúsdóttir, vinstri kantur
Margrét Lára Viðarsdóttir, framherji