BayernLB vill gefa Austurríki banka í jólagjöf 11. desember 2009 13:47 Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum. Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bæverski ríkisbankinn BayernLB vill gefa austurrískan dótturbanka sinn, Hypo Group, til yfirvalda í austurríska héraðinu Kärnten. Austurrík yfirvöld eru lítt hrifinn af þessari jólagjöf enda mun Hypo Group vera á hvínandi kúpunni þessa daganna. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að BayernLB hafi fest kaup á Hypo Group áður en fjármálakreppan skall á. Hypo var með umfangsmikla lánastarfsemi í austurhluta Evrópu og BayernLB vildi komast inn á þann markað. Eftir að kreppan skall á harnaði verulega á dalnum hjá Hypo Group enda urðu löndin í austurhluta Evrópu harkalega fyrir barðinu á henni. Hypo þurfti að afskrifa hvert lánið á fætur öðru og nú er svo komið að búið er að skutla bankanum inn á gjörgæsludeild. Fái bankinn ekki 1,5 miljarða evra í nýju fjármagni eru dagar hans taldir. Fjármálaráðherra Bæjaralands, Georg Fahrenschon, telur að Austurríkismenn eigi að hósta þessu fé upp gegn því að fá bankann aftur í sínar hendur. Austurríkismenn eru lítt hrifnir af þessum áformum og var haft eftir talsmanni austurríska fjármálaráðuneytisins í þýska blaðinu Handelsblatt að Þjóðverjar ættu bankann og gætu ekki bara gefið hann frá sér. Tilraunir Þjóðverjanna til að gefa Hypo Group frá sér þykja minna mikið á það spilavítisandrúmsloft sem ríkti í hinum opinbera hluta þýska bankakerfisins árin fyrir fjármálakreppuna, andrúmsloft sem færði marga opinbera þýska banka á brún gjaldþrota. Bankastjórar þeirra spiluðu fjárhættuspil með peninga skattborgara með fyrrgreindum afleiðingum. Nú er stund reikningsskilanna runnin upp. Lögreglu- og ákæruyfirvöld í Þýskalandi hafa ráðist til inngöngu í marga banka í húsleitir og handtökur. Mikil vinna er í gangi við að finna út hverjir bera ábyrgð á sukkinu og tapinu. Á meðan þessi vinna stendur yfir kasta austurrísk og bæverks yfirvöld Hypo Group á milli sín og bíða þess hvor verði svartipétur í því spili. Líklega endar reikningurinn á borði skattborgara í báðum löndum. Fjármálaráðherra Austurríkis hefur gefið í skyn að fjárstuðningur við Hypo Group sé í spilunum ef stjórn BayernLB viðurkenni ábyrgð sína á bankanum.
Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira