Fótbolti

Balotelli með svínaflensu - ekki með Inter á morgun

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mario Balotelli í leik með Inter gegn Chelsea.
Mario Balotelli í leik með Inter gegn Chelsea. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter hefur staðfest að framherjinn Mario Balotelli geti ekkki leikið með Inter á morgun þegar Ítalíumeistararnir heimsækja Livorno vegna þess að hann er með einkenni svínaflensu.

Balotelli skoraði tvennu í 5-3 sigri gegn Palermo en var þá tekinn útaf snemma í síðari hálfleik þar sem sagt var að hann væri með ofnæmiseinkenni útaf flensulyfum sem hann var látinn taka. Nú er hins vegar ljóst að leikmaðurinn er óleikfær.

„Mario hefur verið aðskilinn frá öðrum í leikmannahópnum til varúðarráðstafana þar sem hann er með einkenni svínaflensu. Hann borðaði einn og ferðaðist einn eftir leikinn en hann fær núna tíma til þess að jafna sig og verður því ekki með gegn Livorno," segir Mourinho í viðtali við Gazzetta dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×