Hugsjónin um Evrópu Oddný Sturludóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifa um Evrópumál skrifar 26. september 2009 06:00 Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftir seinni heimsstyrjöldina blasti við siðferðislegt hrun í Evrópu. Álfan var í sárum og ljóst var að hörmungar tveggja styrjalda máttu ekki endurtaka sig. Sjö árum eftir styrjaldarlok var Kol- og stálbandalag Evrópu stofnað. Markmið þess var að útiloka að þjóðir Evrópu gætu vígbúist gegn hver annarri. Þá voru sex þjóðir aðilar að bandalaginu. Í dag eru 27 Evrópulönd aðilar að Evrópusambandinu og friður hefur ríkt meðal þeirra frá styrjaldarlokum. Yfir 500 milljónir manna búa í Evrópusambandsríkjum, í 27 fullvalda ríkjum, sem hafa ákveðið að framselja fullveldi sitt í ákveðnum málum til sameiginlegra stofnana Evrópusambandsins. Helstu stofnanir þess eru: Leiðtogaráðið þar sem allir æðstu þjóðhöfðingjarnir sitja, ráðherraráðið, þar sem ráðherrar mismunandi málaflokka sitja, framkvæmdastjórnin þar sem hvert ríki á einn framkvæmdastjóra á ákveðnu sviði og svo þingið. Lýðræðisþróunin síðustu ár hefur styrkt mjög stöðu þingsins og raunar er það svo að allir stórir sáttmálar sem hafa verið samþykktir síðan árið 1986 hafa stóraukið völd þingsins. Smáríki hafa hlutfallslega meira vægi atkvæða í ráðherraráðinu og rík hefð er fyrir því innan Evrópusambandsins að taka tillit til sjónarmiða allra aðildarlanda, stórra sem smárra. Það sem er þó mikilvægast í allri umræðu um Evrópusambandið og virkni þess er sú staðreynd að í 85% tilvika eru mál afgreidd án ágreinings. Þar skiptir miklu tilurð sambandsins sem friðarbandalags Evrópu og samhljómur og samstaða eru því ofar öllu.Árangur samstarfs EvrópuþjóðaSigríður Ingibjörg IngadóttirÁ síðastliðnum 15 árum hafa 25.000 Íslendingar þegið styrki og verið þátttakendur í evrópsku samstarfi á sviðum mennta, vísinda, nýsköpunar og æskulýðsmála. Evrópusambandið er leiðandi í mennta- og nýsköpunarmálum þar sem opið samráð, skilgreind markmið og árangursmat eru lykilþættir. Evrópusambandsríkin eru ótvíræðir leiðtogar í loftslagsmálum. Skiptir þar mestu órofa samstaða Evrópusambandsríkja við ákvarðanatökuborð heimsins, sérstaklega gagnvart Bandaríkjunum og Kína. Evrópusambandið hefur sett sér það markmið að fyrir árið 2020 náist 20% samdráttur í kolefnislosun og að 20% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Ísland hefur alla burði til að verða leiðandi í þessu starfi og er auk þess eitt örfárra Evrópuríkja sem státa af víðfeðmri, ósnortinni náttúru. Byggðastefna Evrópusambandsins er um margt nútímaleg og ólík því sem við þekkjum. Hún er hugsuð heildrænt, jafnt fyrir strjálbýli sem borgir, hún er ekki hugsuð á þeim núningsnótum að þéttbýli og dreifbýli séu keppinautar. Rúmlega þriðjungur fjárlaga Evrópusambandsins fer til byggðamála, til að jafna kjör íbúa álfunnar. Höfuðmarkmið byggðastefnunnar er samkeppnishæfni, atvinnusköpun og samstarf svæða. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en gott hefði verið að Íslendingar hefðu tamið sér góð vinnubrögð fyrr, nú þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram úr sér í nýbyggingum svo um munar. Samstarf sveitarfélaga er hér hinn mikli galdur og Íslendingar geta lært heilmikið í öguðum vinnubrögðum af öðrum Evrópuþjóðum. Endurheimtum fullveldiðÍslendingar hafa haft mikinn ávinning af alþjóðasamstarfi í gegnum tíðina með margvíslegu samstarfi á ótal sviðum. Við þurfum á alþjóðlegu samstarfi að halda, hér eftir sem hingað til, og það sem meira er um vert - við höfum heilmikið fram að færa á alþjóðavettvangi. Enginn er eyland og rödd Íslands í alþjóðasamfélaginu verður að heyrast. Við erum þjóð meðal þjóða og tökum okkur alvarleg sem slík. Evrópusambandið er ekki fullkomið, ekki frekar en Sameinuðu þjóðirnar, Alþingi Íslendinga eða Norðurlandaráð. En til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evrópusambandinu, sem nú þegar hefur mikil áhrif á nær alla þætti íslensks samfélags, verðum við að bera höfuðið hátt og taka þátt. Við erum nú þegar aðilar að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði og tökum því upp fjölda tilskipana Evrópusambandsins í íslensk lög. En við höfum engin áhrif á gerð tilskipananna innan Evrópusambandsins því við stöndum fyrir utan. Við höfum því afsalað okkur fullveldi á ýmsum sviðum en með aðild að Evrópusambandinu værum við að endurheimta fullveldið. Við höfnum því að Ísland standi áfram á hliðarlínunni. Spilum heldur sóknarleik og verum virkir þátttakendur í bandalagi sem var stofnað af Evrópuþjóðum með frið, menningu og lífsgæði borgaranna að leiðarljósi. Verum stolt þjóð meðal þjóða. Oddný er borgarfulltrúi Samfylkingar og Sigríður alþingismaður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun