Viðskipti erlent

Enn hækka hlutabréf í Asíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum Asíu í morgun eftir að stjórnvöld í Japan og Kína blésu til frekari aðgerða gegn efnahagslægðinni. Mitsubishi-bankinn í Japan hækkaði um tæp sex prósent og stærsti olíuframleiðandi Kína, PetroChina, hækkaði um 5,5 prósent eftir að hráolíuverð tók kipp upp á við. Hátæknifyrirtækið Sony hækkaði um rúmlega níu prósent eftir að það tilkynnti um væntanlegt samstarf við Seiko, sem einnig er í þeim bransa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×