Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að atvinnurekendur vestan hafs hafi ekki fækkað starfsfólki jafnlítið í einum mánuði og nú í nóvember síðan að kreppan skall á í fyrra.
Stjórn Barack Obama er undir töluverðum þrýstingi að skapa fleiri störf í landinu en helmingur þeirra 7,2 milljóna Bandaríkjamanna sem ganga atvinnulausir hefur misst vinnu sína eftir að Obama sór embættiseið sinn sem forseti í upphafi ársins.
Markaðir í Evrópu tóku kipp upp á við þegar þessar tölur voru tilkynntar og opnun markaða vestan hafs verður í plus í dag m.v. utanmarkaðsviðskipti.