Formúla 1

Wills tæknstjóri Red Bull óvænt rekinn

Það hefur gengið á ýmsu hjá Red Bull á árinu, en fæstir áttu von á því að tæknistjóri liðsins yði rekinn.
Það hefur gengið á ýmsu hjá Red Bull á árinu, en fæstir áttu von á því að tæknistjóri liðsins yði rekinn. mynd: AFP
Geoff Wills sem var tæknistjóri Red Bull hefur misst starf sitt hjá liðinu, þrátt fyrir gott gengi liðsins. Hann var hægri hönd Adrian Newey sem er aðalhönnuður liðsins.

Sebastian Vettel vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var á Silverstone og liðið er í öðru sæti í stigakeppni bílasmiða. Kemur uppsögnin því mokkuð á óvart, en Wills hóf störf með Red Bull árið 2007.

Wills hefur unnið hjá mörgum liðum, en var einnig látnn frara frá BAR Honda eftir fimm ár með liðinu frá 2001-2006. Hann gekk árið eftir til liðs við Red Bull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×