Viðskipti innlent

Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið.
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari um bankahrunið. Mynd/Daníel Rúnarsson

Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.

Í tilkynningu frá embætti sérstaks saksónarar um málið segir að tilefni rannsóknar er grunur um meinta markaðsmisnotkun og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við umrædd kaup á hlutabréfum í bankanum í lok september 2008. Um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda manns. Yfirheyrslur vegna rannsóknarinnar eru hafnar af hálfu embættisins.

Aðgerðirnar í dag voru víðtækar og hófust með leit á þremur stöðum samtímis kl. 10 í morgun. Alls tóku um 20 manns þátt í þeim þ.e. starfsmenn embættisins, lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sem og starfsmenn frá Fjármálaeftirlitinu.

Frekari upplýsingar um framgang rannsóknarinnar er ekki unnt að veita að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×