Fótbolti

Landon Donovan valinn bestur í bandarísku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Landon Donovan og David Beckham fagna hér marki hjá Los Angeles Galaxy.
Landon Donovan og David Beckham fagna hér marki hjá Los Angeles Galaxy. Mynd/AP
Landon Donovan, félagi David Beckham hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku MLS-deildinni, var í gær valinn mikilvægasti leikmaður tímabilsins en lið hans spilar til úrslita um bandaríska meistaratitilinn á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem Donovan fær þessa viðurkenningu en hann hafði fimm sinnum verið kosinn besti bandaríski leikmaðurinn.

Donovan hefur skorað 12 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu og í efsta hjá liðinu í báðum þessum tölfræðiþáttum. David Beckham hefur skorað 2 mörk og gefið 3 stoðsendingar í 11 leikjum á tímabilinu.

Landon Donovan er 27 ára kantmaður og hefur þegar skorað 42 mörk í 120 landsleikjum fyrir Bandaríkin. Hann hefur alls leikið 208 leiki í MLS-deildinni og skorað í þeim 96 mörk auk þess að gefa 75 stoðsendingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×