Innlent

Steingrímur vill afnema verðtrygginguna

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Fjármálaráðherra þjóðarinnar, Steingrímur J. Sigfússon, vill afnema verðtrygginguna. Hann lýsti þessu yfir á borgarafundi í Háskólabíói í gærkvöldi.

Hátt á fimmta hundrað manna mætti á tíunda borgarafundinn í Háskólabíói í gærkvöldi og var þar rætt um stöðu mála og framtíðina. Þrír frummælendur héldu tölur en auk þess voru þarna mættir allir ráðherrar Vinstri grænna, Kristján Möller frá Samfylkingu og utanþingsráðherrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Peningamálin voru efst á baugi og fékk Steingrímur J. Sigfússon flestar spurningar úr sal.

Hann var meðal annars spurður að því hvað hann vildi gera við verðtrygginguna. Hann svaraði því á þann veg að hann vildi afnema hana þegar búið væri að ná verðbólgunni niður, þá yrði gerlegt að afnema hina umdeildu verðtryggingu. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á Stöð 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×