Pétur Tyrfingsson í framboð fyrir Samfylkingu 17. febrúar 2009 22:05 Pétur Tyrfingsson Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra." Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira
Pétur Tyrfingsson sálfræðingur hefur ákveðið að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hann segist hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér og hafi ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Pétur ætlar ekki að eyða einni krónu í rekstur kosningabaráttu en hans stærsta hjartansmál er að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þetta kemur fram í pistli sem Pétur skrifar á heimasíðu sína í kvöld og sjá má hér að neðan. Pétur með gítarinn. „Samfylkingin í Reykjavík hefur ákveðið að efna til prófkjörs. Ég hef ákveðið að efna til framboðs í því prófkjöri. Mér er fúlasta alvara og skrifa þetta því hér í mitt einkamálgagn mínum tryggu lesendum til upplýsingar. Þetta er nú bara tilkynning en ekki stefnuyfirlýsing. Ég hef ekki hugsað mér að eyða einni krónu til reksturs kosningabaráttu því ég á hana ekki til. Flokkurinn minn hefur sent mér þá hvatningu með reglum sínum og vinsamlegum tilmælum að láta féleysi ekki aftra mér. Er ég þakklátur fyrir þá jafnræðisstefnu. Ég geti ekki sagt að „margir hafi komið að máli við mig". Ég tók þetta upp hjá sjálfum mér og hef ekki fundið fyrir neinni „eftirspurn". Hvers vegna að ota sér fram? Í fyrsta lagi ber að hefja klassíska félagshyggju til vegs í Samfylkingunni - gamaldags vinstrimennsku ef fólk vill orða það þannig. Félagshyggju. Velferðina í forgang. Vegsauka hreyfingar launamanna… Skiptir ekki máli hvernig þetta er orðað því allir skilja hvað ég á við. Önnur ástæða til að pota sér í prófkjöri af minni hálfu er að mitt aðaláhugamál í pólitík er ekki aðeins lífskjör alþýðu og velferðarkerfið - heldur sérstaklega heilbrigðiskerfið. Mitt stóra hjartansmál liggur í því að verja heilbrigðisþjónustuna og byggja hana upp. Þar hef ég starfað í aldarfjórðung samfellt og þykist hafa eitthvað fram að færa. Samfylkingin hefur ekki haft áberandi fólk á sínum snærum í oddastöðum sem hefur lagt sérstaka áherslu á þann málaflokk. Öðru máli gegnir um hina meginstoð velferðarkerfisins sem eru félags- og tryggingamálinn. Hingað til hefur mér þótt vanta framboð fólks úr minni hjörð. Að ganga „óbundinn til kosninga" er talsmáti óheilinda. Kjósendur eiga siðferðilega kröfu á því að félagshyggjuflokkarnir lýsi því yfir að þeir reyni til þrautar að mynda saman ríkisstjórn áður en þeir makka við aðra utan „íslenska alþýðuflokksins". Með þessu er verið að lýsa yfir hollustu við ákveðin grundvallaratriði sem allir vita að almennir félagsmenn og þorri kjósenda beggja flokkanna eru sammála um. Hér ber að tala skýrt og einarðlega. Ég er þeirrar skoðunar að Íslandi sé best borgið í Evrópusambandinu. Kann að vera að þetta sé vitlaust mat hjá mér. Afstaða til Evrópusambandsins verður þó ekki kosningamál heldur hvernig þjóðin ætlar að gera upp hug sinn. Samfylkingin hefur aldrei haft aðra stefnu en þá að um þetta eigi þjóðin sjálf að taka upplýsta ákvörðun. Hér held ég að sé lítill sem enginn ágreiningur sé milli félagshyggjuflokkanna tveggja ef traust ríkir milli þeirra."
Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Sjá meira