Innlent

Gríðarlegar sviptingar hjá þingmönnum

Sigurður Kári Kritjánsson er að detta út af þingi.
Sigurður Kári Kritjánsson er að detta út af þingi.

Nokkuð hefur breyst síðan Vísir sagði frá því að þingmenn væru að detta út fyrr í nótt. Formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, Arnbjörg Sveinsdóttir, er dottinn inn sem jöfnunarþingmaður í norðausturkjördæmi. Þá er Birgir Ármannsson kominn á þing á ný sem jöfnunarþingmaður.

Aftur á móti er Sigurður Kári Kristjánsson dottinn út af alþingi. Ásta Möller er enn þá án atvinnu sem og Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra.

Sjálfstæðismaðurinn Jón Gunnarsson er einnig dottinn inn sem jöfnunarmaður í suðvesturkjördæmi.

Álfheiður Ingadóttir er einnig kominn inn á þing á ný eftir að hafa verið úti í nokkurn tíma.

Því er ljóst að miklar sviptingar eru enn og því rafmögnuð spenna hjá þeim þingmönnum sem sækjast eftir endurkjöri, fátt er öruggt.

Eins og áður segir þá þarf að taka þessu með fyrirvara enda enn verið að týna atkvæði upp úr kjörkössum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×