Eftir miklar vangaveltur hefur Gerry McCann nú upplýst að hann muni snúa til Praia da Luz ásamt Kate eiginkonu sinni á þessu ári. Foreldrar hinnar horfnu Madeleine McCann dvelja nú á Spáni en Kate hefur ekki komið til staðarins þar sem dóttir þeirra hvarf í meira en tvö ár. Það hefur Gerry hinsvegar gert.
„Þetta er staðurinn þar sem hún sá Madeleine síðast, það rifjar upp margar tilfinningar," segir Gerry um komu eiginkonu sinnar til Algarve .
Gerry útskrýði einnig fyrir fjölmiðlum að fjölskyldan hefði öðlast nýja von um að finna dóttur sína á lífi, eftir að Jaycee Lee Duggard fannst á lífi í Bandaríkjunum en hún hafði verið týnd í átján ár.
Hjónin hittu reyndar lögfræðinga sína í Lissabon í Portúgal fyrir skömmu. „Það var fyrsta heimsókn Kate til Portúgals (eftir hvarfið) og hún hlakkar til að fara aftur. Okkur finnst þetta jákvætt þar sem fólk gerir sér nú grein fyrir að leitin er enn í gangi."
Gerry sagði hinsvegar að þau vildu ekki vekja mikla athygli í Praia da Luz . „Koma okkar Kate til Portúgals er ekki frétt."
Erlent