Erlent

Þrettán þúsund manns yfirgefa heimili vegna skógarelda

Þrettán þúsund manns í Kaliforníu, aðallega íbúar í bænum Santa Barbara, hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda. Þrettán hundruð slökkviliðsmenn berjast við eldana. Lögreglan rannsakar upptök skógareldanna sem íkveikju.

Talsmaður lögreglustjórans í borginni segir að ríflega fimm þúsund heimili hafi verið rýmd.

Miklir vindar eru á svæðinu og því illmögulegt að ráða við eldinn. Ríkisstjórinn sjálfur Arnold Schwarzenegger hefur boðað neyðarástand vegna eldanna. Hann mun koma í heimsókn til bæjarins á morgun til þess að stappa stálinu í bæjarbúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×