Enski boltinn

Wes Brown vill ekki fara frá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wes Brown í leik með Manchester United.
Wes Brown í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Wes Brown segist ekki vilja fara frá Manchester United þó svo að hann hafi lítið fengið að spila með liðinu að undanförnu.

Brown hefur reglulega átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur verið heill hefur hann yfirleitt fengið að spila nokkuð mikið.

Það er hins vegar ekki tilfellið nú. Brown er heill heilsu en hefur lítið fengið að spila.

„Ég hef svo oft verið frá vegna meiðsla að ég er vanur því að þurfa að berjast fyrir sæti mínu þegar ég verð aftur heill. Það hefur aftur gerst núna. Meiðslin hafa vissulega verið pirrandi en ég vil ekki spila með neinu öðru félagi en Manchester United. Það hefur ekki breyst."

Brown segir að margir af ungu leikmönnum félagsins komi til sín til að leita ráða. „Ég segi þeim að taka mark á sjúkraþjálfurunum. Það skiptir engu hvers eðlis meiðslin eru - þeim er fyrst og fremst umhugað að leikmenn nái sér og geti spilað knattspyrnu. Ég ber mikið traust til þeirra."

„Það eina sem leikmenn þurfa að gera þegar þeir eru meiddir er að hafa trú á sjálfum sér, vera duglegir og þá munu þeir komast í gott form á nýjan leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×