Catalina aftur í gæsluvarðhald 7. maí 2009 02:15 Vændishús Catalina gerði út fjórar stúlkur í þessu húsi við hlið lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Fréttablaðið/gva Lögreglumál Catalina Mikue Ncogo, sem komst í fréttir vegna meints mansals fyrr á árinu, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. maí. Hún er grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands. Catalina er talin tengjast tveimur belgískum konum sem í síðustu viku voru dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir að flytja til landsins ríflega 350 grömm af kókaíni innvortis 12. apríl. Refsing kvennanna var milduð vegna þess að þær bentu báðar á skipuleggjanda smyglsins á mynd. Þá er Catalina jafnframt talin tengjast belgískum karlmanni sem handtekinn var í Leifsstöð með fíkniefni innvortis en flúði síðan úr haldi lögreglu. Hann náðist hálfum sólarhring síðar. Catalina, sem er íslenskur ríkisborgari og ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan febrúar. Þá hafði hún verið handtekin í Leifsstöð við komuna til landsins, grunuð um mansal og að hafa ætlað að flytja tólf kíló af kókaíni til landsins í félagi við kærasta sinn. Kærastinn var handtekinn á flugvelli í Amsterdam með efnið í fórum sínum. Mansalsgrunurinn beindist að vændisstarfsemi sem Catalina hefur viðurkennt að hafa rekið hérlendis. Alls hafi hún haft tólf konur á sínum snærum. Mál Catalinu Ncogo Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Lögreglumál Catalina Mikue Ncogo, sem komst í fréttir vegna meints mansals fyrr á árinu, hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 12. maí. Hún er grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands. Catalina er talin tengjast tveimur belgískum konum sem í síðustu viku voru dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir að flytja til landsins ríflega 350 grömm af kókaíni innvortis 12. apríl. Refsing kvennanna var milduð vegna þess að þær bentu báðar á skipuleggjanda smyglsins á mynd. Þá er Catalina jafnframt talin tengjast belgískum karlmanni sem handtekinn var í Leifsstöð með fíkniefni innvortis en flúði síðan úr haldi lögreglu. Hann náðist hálfum sólarhring síðar. Catalina, sem er íslenskur ríkisborgari og ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald um miðjan febrúar. Þá hafði hún verið handtekin í Leifsstöð við komuna til landsins, grunuð um mansal og að hafa ætlað að flytja tólf kíló af kókaíni til landsins í félagi við kærasta sinn. Kærastinn var handtekinn á flugvelli í Amsterdam með efnið í fórum sínum. Mansalsgrunurinn beindist að vændisstarfsemi sem Catalina hefur viðurkennt að hafa rekið hérlendis. Alls hafi hún haft tólf konur á sínum snærum.
Mál Catalinu Ncogo Lögreglumál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira