Innlent

Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd

Sérsveit lögreglunnar þurfti að aðstoða við að yfirbuga manninn.
Sérsveit lögreglunnar þurfti að aðstoða við að yfirbuga manninn.
Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Undir morgun náðist svo að yfirbuga manninn og er hann nú í haldi lögreglu en hann mun hafa verið undir áhrifum áfengis.

Lögreglan á Ísafirði vildi ekki gefa upp hvort maðurinn hafi hleypt af skotvopninu né um hvernig skotvopn var að ræða. Þá er aldur mannsins ekki heldur gefinn upp að öðru leyti en að hann er sakhæfur. Hann gistir nú fangageymslur lögreglunnar á Ísafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×