Lífið

FS sigrar Paintball-mót framhaldsskólanna

Sigfús J. Árnason skrifar
Sindri Björnsson var allt í öllu.
Sindri Björnsson var allt í öllu.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja sigraði Paintball-mót framhaldsskólanna þetta árið. Úrslitin fóru fram síðasta sunnudag og áttust þar við Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Fyrsta viðureignin var æsispennandi, en þá áttust við Suðurnesjamenn og Garðbæingar. Þegar lítið var eftir af leiktíma náðu Garðbæingar að fella seinasta mann FS-inga og sigruðu því fyrsta leikinn. Úrslit mótsins réðust hins vegar ekki fyrr en í seinasta leik, þar sem MH-ingar sigruðu FG-inga, og Fjölbrautaskóli Suðurnesja því meistari þetta árið, með flest stig.

,,Það tók okkur góðan tíma að fatta að við hefðum sigrað mótið. Það má segja að MH-ingar hafi platað Garðbæinga rækilega, þar sem þeir náðu að flagga fánanum öllum að óvörum. Við erum mjög sáttir," segir Kristinn Sævar, einn leikmanna Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Sigurvegurum mótsins er boðið í veglega ferð til Englands, þar sem keppt verður við ensk lið á glæsilegum velli - við hinar bestu aðstæður.

Þetta er í fyrsta skipti í sögu skólans sem FS-ingar sigra Paintball-mót framhaldsskólanna, en titillinn hefur lengi flakkað á milli skóla á höfuðborgarsvæðinu.

Lið FS-inga í ár skipa Kristinn Sævar Magnússon, Sindri Björnsson, Grétar Þór Grétarsson, Arnþór Lúðvíksson, Unnsteinn Ólafsson, Davíð Stefán Þorsteinsson og Vilhjálmur Maron Atlason.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FS fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.