Vill innlenda orkugjafa 17. nóvember 2009 06:00 Iðnaðarráðherra tók við Athafnateygju númer eitt við setningu Alþjóðlegu athafnavikunnar í gær. Hún ætlar að rekja smiðshögg á áætlun sem leiðir til þess að bílar hér noti innlent eldsneyti. Mynd/GVA „Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafnateygjunni svokölluðu. Athafnateygjurnar eru 172 talsins og hafa fyrstu handhafar þeirra nú þegar fengið þær afhentar. Í þeim hópi eru bæjarstjórar landsins, stjórnmálamenn, athafna- og fjölmiðlafólk. Þeir sem teygjuna fá þurfa að koma stórum sem smáum verkefnum í framkvæmd og láta teygjuna síðan ganga áfram til annarra. Tilgangurinn með Athafnateygjunni er að mæla hversu miklu þjóðin kemur í framkvæmd á einni viku. Katrín segir áætlun um orkuskipti umfangsmikið verkefni. Horfa verði til margra þátta, svo sem á sviði nýsköpunar og framleiðslu innlendra orkugjafa. Þá verði að huga að aðgengi þeirra og skipuleggja skattkerfið í kringum það. Hún segist vonast til að úr málinu rætist innan tíðar. Að smiðhögginu loknu ætlar ráðherra að afhenda Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, teygjuna og fellur það í hans hlut að koma verkum sínum í framkvæmd. „Það er eiginlega aðeins til að hvetja þau hjá Nýsköpunarmiðstöð áfram til góðra verka. Þau hafa lyft þvílíku grettistaki," segir Katrín og bætir við að kraftaverk hafi átt sér stað í íslenskum hátækni- og sprotageira. Bæði séu þar að verða til á fimmta hundrað störf auk þess að stefni í að velta í leikjaiðnaði einum verði tíu milljarðar króna í ár. „Þetta er stórkostlegur árangur," segir hún. Katrín bindur miklar vonir við nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér endurgreiðslu fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarvinnu auk frumvarps um fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum. Gangi það í gegn mun Rannís votta fyrirtækin sem mögulegt verður að fjárfesta í. „Ég held að flest þeirra muni uppfylla skilyrðin," segir Katrín og bætir við að gangi frumvarpið í gegnum Alþingi sé það skref fram á við og sambærilegt við umhverfi sprotafyrirtækja í öðrum löndum. jonab@frettabladid.is Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Með athafnateygjunni ætla ég að reka smiðshöggið á áætlun um orkuskipti, að í stað innflutts eldsneytis verði notuð innlend framleiðsla á bílaflotann," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Hún setti Alþjóðlegu athafnavikuna í Norræna húsinu í gær og tók á sama tíma við fyrstu Athafnateygjunni svokölluðu. Athafnateygjurnar eru 172 talsins og hafa fyrstu handhafar þeirra nú þegar fengið þær afhentar. Í þeim hópi eru bæjarstjórar landsins, stjórnmálamenn, athafna- og fjölmiðlafólk. Þeir sem teygjuna fá þurfa að koma stórum sem smáum verkefnum í framkvæmd og láta teygjuna síðan ganga áfram til annarra. Tilgangurinn með Athafnateygjunni er að mæla hversu miklu þjóðin kemur í framkvæmd á einni viku. Katrín segir áætlun um orkuskipti umfangsmikið verkefni. Horfa verði til margra þátta, svo sem á sviði nýsköpunar og framleiðslu innlendra orkugjafa. Þá verði að huga að aðgengi þeirra og skipuleggja skattkerfið í kringum það. Hún segist vonast til að úr málinu rætist innan tíðar. Að smiðhögginu loknu ætlar ráðherra að afhenda Þorsteini Inga Sigfússyni, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar, teygjuna og fellur það í hans hlut að koma verkum sínum í framkvæmd. „Það er eiginlega aðeins til að hvetja þau hjá Nýsköpunarmiðstöð áfram til góðra verka. Þau hafa lyft þvílíku grettistaki," segir Katrín og bætir við að kraftaverk hafi átt sér stað í íslenskum hátækni- og sprotageira. Bæði séu þar að verða til á fimmta hundrað störf auk þess að stefni í að velta í leikjaiðnaði einum verði tíu milljarðar króna í ár. „Þetta er stórkostlegur árangur," segir hún. Katrín bindur miklar vonir við nýtt stjórnarfrumvarp sem felur í sér endurgreiðslu fyrirtækja vegna rannsóknar- og þróunarvinnu auk frumvarps um fjárfestingu í nýsköpunarfyrirtækjum. Gangi það í gegn mun Rannís votta fyrirtækin sem mögulegt verður að fjárfesta í. „Ég held að flest þeirra muni uppfylla skilyrðin," segir Katrín og bætir við að gangi frumvarpið í gegnum Alþingi sé það skref fram á við og sambærilegt við umhverfi sprotafyrirtækja í öðrum löndum. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira