Innlent

Börnin borða meiri súrmjólk

Mynd/GVA

Skólabörn á Íslandi drekka fjórum prósentum meiri mjólk en í fyrra eftir að byrjað var að bjóða ískalda mjólk úr sérstökum mjólkurkælum Mjólkursamsölunnar í skólum landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi kúabænda.

Mjólkursamsalan bauð í gær öllum fimmtíu þúsund grunnskólabörnum landsins endurgjaldslaust upp á mjólk í tilefni af skólamjólkurdegi matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Dagurinn er haldinn hátíðlegur hér undir kjörorðunum „Holl mjólk og heilbrigðir krakkar". Reikna má með því að krakkarnir drekki um tólf þúsund lítra af mjólk í skólanum þennan dag.- th






Fleiri fréttir

Sjá meira


×