Enski boltinn

Bosingwa frá í þrjá mánuði vegna hnémeiðsla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jose Bosingwa.
Jose Bosingwa. Nordic photos/AFP

Nú liggur ljóst fyrir um alvarleika meiðsla portúgalska landsliðsbakvarðarins Jose Bosingwa hjá Chelsea en leikmaðurinn hefur ekki leikið með Lundúnafélaginu síðan um miðjan október.

Chelsea staðfesti í kvöld að leikmaðurinn verði líklega frá vegna meiðsla næstu þrjá mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné. „Búist er við því að Bosingwa verði um þrjá mánuði að jafna sig eftir aðgerðina," segir á opinberri heimasíðu Chelsea.

Hinn serbneski Branislav Ivanovic hefur leyst hægri bakvarðastöðuna hjá Chelsea í fjarveru Bosingwa og staðið sig með prýði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×