Beðið er sprotafregna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 8. apríl 2009 02:30 Kimberly Romaine „Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún. Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
„Áhættufjárfestingar eru mun þróaðri í Bandaríkjunum en í Evrópu. Evrópskir fjárfestar eru varfærnari en kollegar þeirra vestan hafs og fréttir af góðu gengi sprotafyrirtækja þar eru sömuleiðis mun fleiri en í Evrópu. Síðasta stóra jákvæða fréttin af sprotafyrirtæki í Evrópu var af kaupum eBay á Skype. En það var fyrir fjórum árum!" segir Kimberly Romaine, aðalritstjóri breska fréttablaðsins Unquote. „Alltaf þegar jákvæðar fréttir berast úr ranni sprotafyrirtækja tekur fjárfestingamarkaðurinn við sér," segir hún. Unquote er leiðandi í rannsóknum á áhættufjárfestingarsjóðum í Evrópu og víðar og ein virtasta og elsta útgáfa álfunnar um málið. Það hefur komið út í um fimmtán ár. Sjálf hefur Romaine skrifað um fjárfestingarsjóði í átta ár, þar af verið ritstjóri Unqote síðastliðin þrjú ár, og er eftirsóttur fyrirlesari á ráðstefnum í Bretlandi, Asíu og Afríku. Romaine var meðal fundargesta á sprotaþingi Seed Forum Iceland hér á föstudag. Hún segir að þrátt fyrir að aðstæður nú séu með erfiðasta móti á fjármálamörkuðum séu vísbendingar um að til sólar sjái á næstu mánuðum. Vísar hún til þess að fjármögnun áhættufjárfestingarsjóða hafi gengið mjög vel í fyrra. Fáir fjárfestingarkostir standi til boða nú. Því séu meiri líkur á að sprotafyrirtæki sem hafi sannað sig geti átt auðveldara um vik að nálgast fjármagn en áður. „Fjárfestingarsjóðir í Evrópu eru ekki eins áhættusæknir og áður. Þeir munu því vanda val sitt vel. Þau fyrirtæki sem ekki eru burðug munu líklega ekki fá fjármagn fyrst um sinn," segir hún. Romaine segir talsverðan mun á fjárfestingarstefnu í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í Bandaríkjunum sé áhættusækni landlæg. Fjárfestar séu mjög áhugasamir um nýsköpun og sprotastarf og séu viljugir til að taka mikla áhættu með von um væna ávöxtun þegar fyrirtækin verða ýmist seld í heilu lagi eða skráð á markað. Öðru máli gegni um Evrópu. Þótt fyrirtækin geti verið góð séu fjárfestar sérhæfðari. Hún nefnir sem dæmi að hópar fjárfesta í Evrópu sérhæfi sig í fyrirtækjum sem eigi eftir að komast á klakstig. Þegar þangað komi taki aðrir við keflinu. Þetta valdi því að fyrirtækin verði sí og æ að kynna sig fyrir nýjum fjárfestum og geti lent í vandræðum í ferlinu. Þetta geti verið erfitt fyrir sprotafyrirtæki sem ætli sér stóra hluti og þarfnist hárra fjárhæða. Romaine hefur ekki kynnt sér umhverfi íslenskra sprotafyrirtækja sérstaklega. Hún telur þó að þótt stuðningur hins opinbera sé góðra gjalda verður sé nauðsynlegt að velja þau fyrirtæki af kostgæfni sem styrkja eigi til vaxtar. Sömuleiðis verði að huga vel að sjálfum áhættufjárfestunum. „Stjórnvöld mættu íhuga að veita skattaafslátt eða aðra ívilnun fyrir fjárfestingu í sprotafyrirtækjum," segir hún.
Markaðir Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira