Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins 19. júní 2009 12:05 Gunnar Birgisson, fráfarandi bæjarstjóri, er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað lífeyrissjóðnum umsjónaraðila vegna gruns um lögbrot. Í yfirlýsingu stjórnar lífeyrissjóðsins segir að í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri hafi stjórn sjóðsins tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda beri Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir. Í yfirlýsingunni er vitnað í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers með ársreikningi lífeyrissjóðsins fyrir 2008, en þar segir: „Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik." Þá segir að á fundi sem lífeyrissjóðurinn boðaði til með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins 19. maí hafi verið gert samkomulag um að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hafi Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki. Um sé að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum lífeyrissjóðsins, þegar það var gefið út. „Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins." Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka. Í lok tilkynningarinar segjast stjórnarmenn treysta því, að þegar fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið hafi kynnt sér málið að fullu liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi. Tengdar fréttir Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum. Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað lífeyrissjóðnum umsjónaraðila vegna gruns um lögbrot. Í yfirlýsingu stjórnar lífeyrissjóðsins segir að í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri hafi stjórn sjóðsins tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda beri Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir. Í yfirlýsingunni er vitnað í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers með ársreikningi lífeyrissjóðsins fyrir 2008, en þar segir: „Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik." Þá segir að á fundi sem lífeyrissjóðurinn boðaði til með fulltrúum Fjármálaeftirlitsins 19. maí hafi verið gert samkomulag um að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hafi Fjármálaeftirlitið og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki. Um sé að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum lífeyrissjóðsins, þegar það var gefið út. „Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins." Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka. Í lok tilkynningarinar segjast stjórnarmenn treysta því, að þegar fjármálaráðuneytið og Fjármálaeftirlitið hafi kynnt sér málið að fullu liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi.
Tengdar fréttir Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19. júní 2009 10:16