Óttast áform um ríkisumsjá fyrirtækja 3. apríl 2009 06:00 Bjarni Benediktsson Kveðst óttast þá lífsskoðun vinstrimanna að fyrirtæki séu betur komin hjá hinu opinbera en einstaklingum. fréttablaðið/anton stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
stjórnmál Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við frumvarpi fjármálaráðherra um stofnun eignaumsýslufélags. Því er ætlað að taka yfir rekstur „þjóðhagslega mikilvægra“ fyrirtækja sem lent hafa í miklum rekstrarerfiðleikum og eru að hluta eða öllu leyti komin í eigu fjármálastofnana. Bjarni segir að stjórnvöldum séu veittar of víðtækar heimildir til að meta hvaða fyrirtæki teljist þjóðhagslega mikilvæg. Í frumvarpinu eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki sögð sinna mikilvægum almanna- eða öryggishagsmunum og að stöðvun þeirra myndi valda verulegri röskun í þjóðfélaginu öllu. Þá er kveðið á um að Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins veiti umsögn um þau viðmið sem leggja skuli til grundvallar því að fyrirtæki geti talist þjóðhagslega mikilvæg í skilningi laganna. Bjarni segir þingsins en ekki annarra að ákvarða slíka skilgreiningu. „Það sem maður óttast fyrst og fremst er að það er lífsskoðun vinstrimanna að mörg fyrirtæki séu betur komin undir hatti stjórnvalda heldur en í höndum einstaklinganna. Þegar svona hugmyndir með svona opnar skilgreiningar koma fram þá er ástæða til að hafa allan varann á.“ Þó að Bjarni sé til viðræðu um breytingu á frumvarpinu er hann þeirrar skoðunar að bankarnir geti annast rekstur fyrirtækja í vanda og endurskipulagningu þeirra. Ekki hafi komið fram efnisleg rök fyrir hinu gagnstæða. - bþs
Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira