Innlent

Brasilísk stjórnvöld fara fram á framsal stórglæpamanns

Brasilísk stjórnvöld hafa farið formlega fram á það að brasilíumaðurinn Hosmany Ramos verði framseldur.

Brasilísk stjórnvöld hafa farið formlega fram á það að brasilíumaðurinn Hosmany Ramos verði framseldur.

Ramos var handtekinn í leifsstöð fyrir helgi fyrir að framvísa vegabréfi bróður síns en hann er eftirlýstur í heimalandi sínu og hefur verið á flótta síðan í janúar. Lögfræðingur Ramosar hér á landi sagði við fréttastofu í dag að ekki verði hægt að taka fyrir framsalsbeiðni brasilískra yfirvalda fyrr en íslensk stórnvöld taka fyrir beiðni hans um fá hér hæli.

Ramos sagðist samtali við fréttastofu um helgina að ómannúðlegar aðstæður bíði hans í brasílískum fangelsum verði hann framseldur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×