Erlent

Deilt um indónesíska hobbitann

Fríkaður hobbitafótur.
Fríkaður hobbitafótur.

Vísindamenn deila hart um indónesíska hobbitann en fótur hans fannst og hafa vísindamenn grandskoðað hann undanfarið.

Indónesíski hobbitinn var uppi fyrir átta þúsund árum. Það sem einkennir hann er að hann er eingöngu einn meter á hæð. Þessi flokkur hobbita lifðu einangruðu lífi á eyju í suðaustur Asíu.

Einn hópur vísindamanna heldur því fram að hobbitinn hafi verið önnur manntegund eða Homo floresiensis, eins og þeir kallast á fræðimálinu.

Annar hópur heldur því fram að tegundin hafi í upphafi verið homo sapiens, en vegna einangrunar og náttúruaðstæðna, hafi þeir þróast í aðra átt en við hin - og að lokum dáið út.

Hvort sem er rétt, þá báru hobbitarnir þann kross á bakinu að vera með einstaklega lítin heila, sem rennir stoðum undir að um aðra tegund hafi verið að ræða - en er einnig ávísun á útrýmingu eins og reyndist í þessu tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×