Viðskipti erlent

Tveir bandarískir bankar gjaldþrota

Regluverðir í Bandaríkjunum lokuðu tveimur bönkum þar í landi í gær, en alls hafa 23 bankar orðið gjaldþrota í Bandaríkjunum það sem af er ári.

Cape Fear bankanum í Wilmington, Norður Karólínu, var lokað í gær en hann er fyrsti bankinn í því fylki sem hefur orðið gjaldþrota í 16 ár. Hinn bankinn var New Frontier bankinn í Greeley, Colorado. Er það annar bankinn sem verður gjaldþrota í Colorado á þessu ári.

Innistæðutryggingasjóðurinn í Bandaríkjunum tók yfir báða bankana en í húfi eru innistæður að verðmæti 1,9 milljarða Bandaríkjadala.

Árið 2008 urðu 25 bankar gjaldþrota í Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×